Hjátrú, stjörnuspeki og Draugar

Oft og Lengi hef ég velt  þessu þrennu fyrir mér. Sennilega þá af því að fyrstu 6-10 árum ævi minnar var ég logandi hræddur við allt sem hægt var að vera hræddur við.myrkfælin. lofthræddur. vatnshræddur. hræddur við öll dýr. já ég var bókstaflega hræddur við flest sem á vegi mínum varð. en smátt og smátt sigraðist ég á öllu því sem náttúran ógnaði mér með. andlegt ónæmiskerfi varð sterkara og sterkara. Ég hætti ekki að spranga fyrr en toppnum var náð í því. stakk mér í höfnina þegar leið lá niður fyrir Strandveg við mismikla gleði móður minnar. og fór að líta á öll kvikyndi sem mat. við félagarnir fórum í andaglas og reyndi ég ótt og títt að komast í snertingu við áður lifandi verur. ég veit það svei mér þá ekki er þetta til eða hvað.

hjátrú hvað er málið með að ganga undir stiga eða hengja upp hestaskeifur um alla veggi, heppið er það fólk sem á þetta trúir að einhverjum snillingnum hafi ekki dottið í hug að halda því fram að hjólbörur boðuðu gæfu, væru þá hjátrúafullir Íslendingar með það annars ágæta apparat hangandi upp um alla veggi.

Draugar mér finnst það eiginlega skömm af því að þessi grey skuli ekki fá neina vernd frá ráðherrum íslands með einhvers konar friðun því Draugaræflarnir eru í útrýmingarhættu allavega voru þeir bara til í gamla daga.

 Stjörnuspeki ekki það að hafi eitthvað á móti atvinnuskapandi greinum. En  ég fór í gamni inn á einhverja stjörnuspekinga síðu og ekki var þetta nú merkilegt eftir að hafa fyllt út fæðingardag minn var þetta útkoman. 

Vogin (öðru nafni Libra)Fæðingarsteinninn er Opal og Tourmaline og er tákn um von.  ........... þá er framtíð mín á kláru ég á von.

Kínverjar splæsa aðeins meiri launakostnaði í þetta enda til hellingur af fólki þar sem hefur ekkert að gera. og samkvæmt þeirra speki er ég alífugl
Haninn
Persónuleikinn Hanarnir eru miklar félagsverur og hafa gaman að því að fara út, en geta verið árásargjarnir. Eru oftast nær frekar snjallir en ekki mjög hagsýnir og oft fljótfærir. Þeir eru frakkir í allri framkomu og fullvissir um eigið ágæti. þetta á nú barasta við um alla bara spurning að líta rétt á þetta.

Fjármálin  Þó mörg verk þeirra á fjármálasviðinu klikki hafa þeir einstaka hæfileika til þess að lenda á fótunum úr nánast öllum aðstæðum. Þeir gefast aldrei upp.
það er greinilegt að í Kína líkt og hér skipta menn um kennitölur eins og naríur

Samskipti Þeim hættir til eigingirni og er gjarnt að ana áfram án tillits til þeirra sem næst þeim standa.
þetta er náttúrulega orðið eitt af boðorðunum í okkar lífsgæðalandi.


Besti maki Uxi, Dreki eða Snákur. þó að ég sé ekki lengur hræddur við dýr er þetta nú full langt gengið

Frægir hanar Michael Caine, Dolly Parton. og þau tvö sem eru alveg að detta í hlutverk drauga, býð ég velkomin á heimili mitt í andaformi.

nei ég ætla nú bara að halda mínu striki og takk fyrir það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Láttu ekki svona! Ég veit að þú lifir eftir stjörnuspá moggans... og þetta með að labba undir stiga er bara sjálfsagt... er ekki alltaf hætta á að gæjinn í stiganum hrynji ofan á mann ef maður er að þvælast fyrir!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Ég er með skeifu (sem ég fann í Kjósinni)yfir útidyrinni hún virkar vel og færir okkur farsæld Les stjörnuspár mér til skemmtunar því ég er viss um að einhver skemmtir sér við að skrifa þær. Tek bara mark á þeim ef í þeim eru einhver frábær tíðindi fyrir Meyjuna! Í þeirri kínversku er ég uxi finnst það ekki skemmtilegt en gamli er rotta það lagar aðeins.  Annars er ég svo auðtrúa að ég hef oft orðið fórnarlamb kynlifskannana drykkjukannana   á mínum yngri árum skemmtilegir vinir og frændfólk eða hitt þó! Þakka Guði fyrir símnúmerabirta Kv 

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 7.3.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristleifur Guðmundsson
Kristleifur Guðmundsson
Svaðalega er gott og gaman að vera ég
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Barabíng barabúm

Blogg-Topplistinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband