24.6.2008 | 22:12
Ættarmót vel heppnað
það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi ekki vakað yfir ættarmótinu um helgina
við fengum allar tegundir af veðri, allt frá smá sólarglætu til hagléls.
en ekkert sem öll sú sól í hjarta sem þar var fékk ekki bætt úr,
allavega var ekki mikið sofið þar
kæra ætt takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 01:02
KommóFemínistalögregluríkið Ísland
mér er nú bara spurn á hvaða leið er þetta þjóðfélag. tveir Rússar komu inn á bensínsölu hér í bæ og spurðu stafsmann " er ekki hægt að kaupa tóbak hér á íslandi " ha jú jú það verður bara að vera ofan í skúffu til að valda ekki kúnnum sem ekki reykja sjónrænu krabbameini svara vesaling kaupmaðurinn. brústní brostne hvers lags kommúnista ríki er þetta sögðu Rússarnir í ánægjutón, þar sem vor kæra þjóð hefur tekið fram úr fyrrverandi sovétríkjapakkanum.
svo ferð þú inn í verslanir sem selja tímarit í von um eitthvað kynferðislegt góðgæti fyrir karlmenn og fleiri efni sem opnar máski augu þín fyrir fleiru en trúboða suðursins. nei femínistar hafa stöðvað allt slíkt efni með áróðri hvað varðar kvenfólk og niðurlægingu þess, þrátt fyrir að meðal fyrirsæta í þeim bransa þéni sjö sinnum meira. en allar þessar femínbeyglur til samans og þessi þrír karlmenn sem eru pottþétt fórnalömb einhverra atvika sem eru í slagtogi með þessu liði.
Rífum niður alla súlustaði í landinu. en ó abbababb vorum við ekki að lögleiða vændi.
ég spyr ég spyr og að endalokum spyr ég af hverju og hvernig í ósköpum stendur á því að lögregluyfirvöld hafa séð sér nauðsyn að hafa í fórum sýnum óeirðarskildi á íslandi. þar sem ég þekki þessa dæmigerðu lögreglutýpu sem að gleymir því hvað er rétt og rangt í leit sinni að Amerískri ímyn, og gerir allt til að líkjast Bruce Willis í die hard. enn misheppnast hrikalega þegar hann hleypur á móti hinum almenna borgara og gargar GAS GAS GAS. úpss verð að hætta lögreglan er komin að tölvuna mína upptæka!!!!
hey slapp upp á háaloft og er en með tölvuna mína, þetta var næstum jafn nálægt höggvið og þegar þeir komust að því að ég ætti 2 syni og tvær dætur sem betur fer hafði ég sent dæturnar í skóla á landið fyrirheitna hjá ríkinu okkar í iðnskólannn í Reykjavík
mikil umræða hefur verið um samgöngur til eyja ég segi látum það koma áður en við dæmum
en enginn hlustar á mig, þar sem ég hef sagt ég hef ekki vit á þessu. ég veit ekki hvernig það kemur út að sigls á bakkafjöru. og ég skal segja þér frétt EKKI ÞÚ HELDUR allir geta gargað um þetta mál en engin veit um hvað málið snýst. ekki ég ekki þú að trúa á eittvað sem þú veist að getur virkað er allt annað en að trúa á einhvern sem að þú heldur að sé í lagi.
nú er allt grátandi í borg óttans og ég segi nú bara eins og fráfarandi samgönguráðherra þið kusuð að búa þarna.
Allir til reykjavíkur tralllarallala la
sig heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2008 | 10:47
Langdregin aprílgöbb
Þetta er að verða fínt, nú eru liðnir fimm dagar af apríl og aprílgöbbin hljóta að fara að detta út. sonur minn og félagi hans fundu nýja leið til að böggast hver í öðrum ásamt fjölskyldum. þar sem þeir eru á kafi í þessari mótorhjóladellu. fara þeir mikið á nirto.is sem er mótorhjólavefur og þar geta þeir sett inn smáauglýsingar sér að kostnaðarlausu. og nýta þessi trippi sér það til fullnustu. hér að neðan er partur af auglýsingum sem þeir félagarni hafa sett inn og símaskrattinn hefur ekki stoppað síðan 1 apríl, þar sem þeir eru að auglýsa hver fyrir annan að þeir séu nánast að gefa mótorhjól. ekki var þetta svona í gamla daga. reyndar skráði ég Svenna vin minn í einhvern matreiðslubókaklúbb og Óla vin minn í garðyrkjubókaklúbb. og borgaði fyrstu greiðsluna fyrir þá þannig að þeir voru fastir í því neti. en það var allt af góðum ásetningi eins og sést þá er Svenni fantakokkur og garðurinn hjá Óla til fyrirmyndar. en hér er eitthvað af þessum auglýsingum sem pungarnir eru búnir að senda inn hæ eg er að eg vill losna eg er buinn að fá no af þessu eg er omurlegur á þessu og eg er hættur endilega kíkið hotmail er siddicool@hotmail.com hann er stæri en hann synist á myndini endilega bjallið i s:481-2485 |
| ||||||||||||
| ||||||||||||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2008 | 19:56
Barn slasast í tyggigúmíi
Ruglið sem vellur upp úr manni kemur manni stundum í hálfkjánalega aðstöðu.
jú sjáðu til börnin mín eru með tyggjó-táslu sem er minnst og svo kemur súkkulaði-tásla því næst lakkrís-tásla og Karamellu-tásla svo er það stærsta það er sleikjó-táslan.
og hef ég strítt börnum mínu í gegnum tíðina með þessu nammitáslutali. um daginn var Ólafur Kristján mitt yngsta barn 3. ára gamall mér til aðstoðar í Office1. sem er búðin mín. fékk litla trippið að vera skólaus í vinnu sinni, sem fólst í því að hlaupa fram og til baka. Vitanlega var full búð þegar upphófst þetta líka Ljónsöskrið í barninu.
í misheppnaðri tilraun minni til að herða drenginn aðeins kallaði ég. Er ekki allt í lagi ?
og svipur viðskiptavina minna leyndi sér ekki þegar. krakkinn kallaði grenjandi til baka.
Ég meiddi mig í tyggjótáslunni !.
hvað getur maður sagt annað en
"Svona getur nú lífið verið skrítið"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2008 | 10:15
Ertu skarpari en leikskólakrakki
Hvað er svona fólk að láta sjá sig í svona þætti.
maður roðnar nú bara fyrir hennar hönd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.3.2008 | 01:29
Páskakveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2008 | 23:38
Maður Borðar ekki vini sína maður ríður þeim
Lítið stunda ég hestaíþróttir frekar en aðrar íþróttir. en sumu fólki þykir það skrýtið að maður skuli éta hesta. eins og skipsfélagi minn á Herjólfi sagði um árið maður borðar ekki vini sína maður ríður þeim. fólk jafnvel líkir því við að borða hundinn sinn og meira að segja er það kvikyndi nú étið og kettir líka. Kínverjar tóku m.a. á það ráð að þegar rottufaraldur geisaði um kína þá byrjuðu þeir bara að éta rotturnar. kanínur eru meinhollar og herramanns matur og sér nú ekki á svörtu þó að þær séu étnar því þær jú fjölga sér eins og kanínur.
en mér nú eiginlega bara alveg sama hvað annað fólk leggur sér til munns, svo framalega að menn séu ekki að éta hvorn annan.
en allavega er ég búinn að réttlæta það fyrir þeim sem voru að horfa á my litle pony með börnum sínum, hringflamberaða folaldafillesteikin sem við átum í kvöld var algjör snilld hér er uppskriftin reyndar með nautafille á hinu rafræna svæðinu mínu á matseld.is http://www.matseld.is/uppskriftir/uppskrift_skoda.asp?cmd=view&id=2586
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2008 | 23:40
ég hlusta ekki á færa og fræga menn og ég fæddist ekki í Keflavík
dagurinn í dag er búinn að vera frekar skrítinn.vaknaði eldsnemma hér í borg óttans og fór á Office1 fund, að honum loknum fór í ég Vegghamarinn þar sem tengdamamma mín býr en hún er búin að vera á canary hjá honum Palla á Herjólfi, tók við Ólafi ofurhetju mínum yngsta syni og Berglind fór á Eimskipsfund. og við feðgar fengum það hlutverk að ná í tengdó út á flugvöll.
Við feðgarnir ókum í rólegheitum til Keflavíkur eins og lög gera ráð fyrir og yngri helmingurinn naut þess að horfa á jólateiknimyndina um Latabæ, á sama tíma og eldri helmingurinn naut þess ekki að hlusta á Íþróttaálfinn og Sigga sæta keppast um hylli kattliðugrar 13 ára stelpu með bleikt hár og er kölluð Solla stirða. jæja eftir þessa pínlegu bílferð komum við í Kef og fórum í Leifstöð og fengum okkur kaffi og glugguðum í Fréttablaðið þegar ég var búinn með meira af svarta gumsinu en venjulegur líkami á að þola og búinn að lesa Fréttablaðið og 24 stundir upp til agna.
hringdi síminn og var ekki frúin í símanum, sú sama og heldur þeirri vitleysu fram að ég hlusti ekki á allt sem hún segir.
vitanlega svara ég með pirringi með það efst í huga að hún hafi eitthvað verið að flýta lendingartímanum svo ég yrði nú ekki of seinn. og hún spyr hvar eruð þið. nú ég er en að bíða eftir mömmu þinni, svara ég með smá karlremburödd. Berglind svarar hissa, er hún ekki lent.
Nú runnu nokkrar grímur á minn. og ég spyr. er hún ekki lent hvar.
Nú á Reykjavíkurflugvelli.
nei nei tvær vikur frá því að kellan kom heim og var bara að koma frá Egilstöðum. þannig að við feðgarnir borguðum bara bílinn út af bílastæðinu. og ókum í rólegheitum í Grafarvoginn aftur og endurtókum Latabæjarmenninguna en eina ferðina.
Tengdó er orðin góð eftir að öryggisvörður á Reykjavíkurflugvelli blés í hana lífi eftir að hún dó úr hlátri, þegar dóttirin hringdi í hana og sagðist vera að ná í hana því ég væri vant við látinn eitthvað að hringlast í Keflavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2008 | 23:13
Hjátrú, stjörnuspeki og Draugar
Oft og Lengi hef ég velt þessu þrennu fyrir mér. Sennilega þá af því að fyrstu 6-10 árum ævi minnar var ég logandi hræddur við allt sem hægt var að vera hræddur við.myrkfælin. lofthræddur. vatnshræddur. hræddur við öll dýr. já ég var bókstaflega hræddur við flest sem á vegi mínum varð. en smátt og smátt sigraðist ég á öllu því sem náttúran ógnaði mér með. andlegt ónæmiskerfi varð sterkara og sterkara. Ég hætti ekki að spranga fyrr en toppnum var náð í því. stakk mér í höfnina þegar leið lá niður fyrir Strandveg við mismikla gleði móður minnar. og fór að líta á öll kvikyndi sem mat. við félagarnir fórum í andaglas og reyndi ég ótt og títt að komast í snertingu við áður lifandi verur. ég veit það svei mér þá ekki er þetta til eða hvað.
hjátrú hvað er málið með að ganga undir stiga eða hengja upp hestaskeifur um alla veggi, heppið er það fólk sem á þetta trúir að einhverjum snillingnum hafi ekki dottið í hug að halda því fram að hjólbörur boðuðu gæfu, væru þá hjátrúafullir Íslendingar með það annars ágæta apparat hangandi upp um alla veggi.
Draugar mér finnst það eiginlega skömm af því að þessi grey skuli ekki fá neina vernd frá ráðherrum íslands með einhvers konar friðun því Draugaræflarnir eru í útrýmingarhættu allavega voru þeir bara til í gamla daga.
Stjörnuspeki ekki það að hafi eitthvað á móti atvinnuskapandi greinum. En ég fór í gamni inn á einhverja stjörnuspekinga síðu og ekki var þetta nú merkilegt eftir að hafa fyllt út fæðingardag minn var þetta útkoman.
Vogin (öðru nafni Libra)Fæðingarsteinninn er Opal og Tourmaline og er tákn um von. ........... þá er framtíð mín á kláru ég á von.
Kínverjar splæsa aðeins meiri launakostnaði í þetta enda til hellingur af fólki þar sem hefur ekkert að gera. og samkvæmt þeirra speki er ég alífugl
Haninn
Persónuleikinn Hanarnir eru miklar félagsverur og hafa gaman að því að fara út, en geta verið árásargjarnir. Eru oftast nær frekar snjallir en ekki mjög hagsýnir og oft fljótfærir. Þeir eru frakkir í allri framkomu og fullvissir um eigið ágæti. þetta á nú barasta við um alla bara spurning að líta rétt á þetta.
Fjármálin Þó mörg verk þeirra á fjármálasviðinu klikki hafa þeir einstaka hæfileika til þess að lenda á fótunum úr nánast öllum aðstæðum. Þeir gefast aldrei upp. það er greinilegt að í Kína líkt og hér skipta menn um kennitölur eins og naríur
Samskipti Þeim hættir til eigingirni og er gjarnt að ana áfram án tillits til þeirra sem næst þeim standa.
þetta er náttúrulega orðið eitt af boðorðunum í okkar lífsgæðalandi.
Besti maki Uxi, Dreki eða Snákur. þó að ég sé ekki lengur hræddur við dýr er þetta nú full langt gengið
Frægir hanar Michael Caine, Dolly Parton. og þau tvö sem eru alveg að detta í hlutverk drauga, býð ég velkomin á heimili mitt í andaformi.
nei ég ætla nú bara að halda mínu striki og takk fyrir það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2008 | 22:35
það þarf engin að eiga snjóskóflu í Eyjum
síðasta skóflan í bænum.fór af stað í morgun til að versla skóflu ekki gekk nú betur en svo að ég þurfti að versla hana notaða, Hann Friðfinnur í Eyjabúð kláraði að moka og svo fékk ég skófluna hans. þar sem hann er að fá skóflur í gámavís í kvöld og selur þær skóflur á næstu tíu árum eða svo þar sem það á að hlána á morgun og fólk hér í Eyjum fattar að við búum á suðrænum slóðum þar sem kokteilar drukkinna manna sem dansa í fjöruborðinu bragðast eins og ferskir ávextir í sólinni.(sorry gleymdi mér aðeins).
þetta er frábært, loksins þegar snjóar almennilega á skerinu þá er maður hættur að teika. hvað varð um það sport. ég hefði pottþétt endað sem einn af Olympíuförum Íslands, ef einhverjum hefði nú dottið í hug að keppa í þeirri ágætu íþróttagrein og sennilega náð betri árangri heldur en þetta lið sem nær alveg óvart einhverju Olympiulágmarki, og þarf svo dagatal en ekki skeiðklukku til að taka tíman á því ef það þá klárar þá keppnina.
jæja vélin er að verða jafn rafhlöðulítil og ég. Er ekki best að hætta þessu röfli og fara út að moka slatta svona áður snjórinn fer. maður þarf náttúrulega að nota skófluna svo það verði nú ekki of áberandi hvað þetta er léleg fjárfesting í Vestmannaeyjum.
ég get kannski selt hana í net-kolaportinu aftaka.is (barnalandi) opening bet 3000.-kr.
maður getur ekki farið að sofa fyrir spenningi, hvernig verður færðin á morgun.
Verður komið Eldgos, meiri snjór þannig að maður þurfi að moka inn til að komast út eða verður væta og vindhraði en og aftur allsráðandi á kæra íslandi. Smile engar pöddur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Myndatenglar
myndir
- Fyrirmyndarbílstjórafélagið Myndir frá haust fögnuðum
eyjar69
- Árgangsmót 69 í eyjum Árgangur 69 verður með árgangsmót í haust og hér er síðan okkar
Matur
- Mínar uppskriftir á matseld.is maður er eiginlega hvergi og alls staðar
Eyjasíður
- Fréttasíða í Vestmannaeyjum Síða sem inniheldur allt á milli himins og jarðar í Vestmannaeyjum
- Fréttir & Vaktin Fréttablöðin Fréttir og Vaktin eru hér með fréttasíðu um allt er varðar Eyjar
vinnan
- Office1 Búðin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- sigthora
- svenko
- raggagogga
- eyjapeyji
- gretaro
- klerkur
- tommisveins
- siggivido
- eyglosvava
- disin
- maggibraga
- pallmagnus
- nkosi
- ellidiv
- ellyarmanns
- gilsneggerz
- fosterinn
- grimurgisla
- gtbo
- hannesgi
- helgigunnars
- hreinsamviska
- heringi
- kitta
- mariagudjons
- nanna
- vestskafttenor
- ragnajenny
- siggagudna
- smarijokull
- snorribetel
- rocco22
- steinunnolina
- stormsker
- solvi70
- hector
- nidjamotid