6.11.2008 | 20:14
0.2 metrar á sekúndu
já það er ekki orðum ofaukið með þessa mjög svo óskemmtilegu umferð hér á hitaveitusvæði okkar eyjamanna. ég þurfti að fara í hafnarfjörð og Garðabæ í gær um kl.19:00.
nei vegna einhvers handboltaleiks í Krikanum var ég í biðröð alla leiðina frá breiðholti, þegar einn tími var liðin frá því ég lagði af stað komst ég í gaflaraland, kláraði þar erindi mín og lá þá leiðin í garðabæ, ákvað strax að fara gömlu leiðina til baka til að lenda ekki í þessum hremmingum aftur, seint verð ég kallaður Kristleifur heppni, bílslys á reykjavíkurvegi eða hvað þessi vegur svo sem heitir, karlinn aftur kominn í biðröð, en þá kveikir maður bara á útvarpinu og hlustar á umræðuna, þar sem allir virðast eiga það eitt sameiginlegt að markaðssetja Soloft, prosac og fleiri geðlyf.
en ég er nú bara heppinn ég er ekki orðinn geðveikur (að ég held) ég á fjölskylduna.
og ég var ekki í öðrum bílnum sem lenti í bílslysinu.
hva maður er bara ljón heppinn skratti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 20:39
fjör í höfuðborginni
er búinn verja mikið með Þuru Stínu dóttir minni hér í Borginni og einnig búinn að vera dálítill heimalingur hjá Ólafi lillebro í stórholtinu.
horfðum á hræðilega knattspyrnu í gærkvöldi og en verri dómgæslu.
sæmilega gengur í vinnunni verslun okkar Office1 á korputorgið verður vonandi opnuð í þessum mánuði.
hringdi í fjölskylduna um daginn og Ólafur litli þriggja ára spurði "Pabbi ætlar þú ekki að koma heim að borða ? var þá búinn að vera að heiman í einhverja 12 daga en fór heim síðustu helgi og borðaði.og fer næst heim 13. nóvember og ætla þá að borða aftur með Ólafi og Kristleifi og bara öllum
sjáumst von bráðar
kveðja frá borg óttans
Kristleifur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 23:59
tími breytinga
jæja þá er kominn tími til að breyta til, líf mitt er frekar einkennilegt og hefur jafnan alltaf verið einn daginn er allt í góðu og á sama tíma ekki.
ég hef tekið ákvörðun um það að gera líf mitt eins yndislegt og það getur verið, hvað svo sem það kostar, á meðan ég blæs á það þegar ráðamenn okkar þjóðar segja að nú sé tími kærleiks og fjölskyldukærleiks, þegar allt er komið til helvítis og það sé nú beint ekki neinum að kenna og á sama tíma og útrásar stórmennum sem fengu veð í íslandi og töpuðu veðinu á nauðungaruppboði, segja að íslendingar séu búnir að eyða efnum fram.
já nei takk
þið menn sem eruð að grenja yfir því að hafa tafa tapað einhverjum grilljörðum og eigið bara eftir nokkra milljarða, þið töpuðuð okkar peningum, okkar sjálfstæði og okkar virðingu.
en þið megið eiga þá peninga sem þið töpuðuð í nafni íslands. ég hér með gef ég ykkur þá, en hafið rænu á því að þegja í stað þess að berja ykkur á bringu í einhverjum misvönduðum sjónvarpsþáttum.
af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða.
enginn maður, engin kona og ekkert afl skal verða til þess að mér fallist hendur.
ég stend uppréttur alltaf.
byggjum upp nýtt ísland, við komum sennilega ekki til með að þurfa að skipta um jöfra, þar sem þeir fara nú sennilega að sjálfsdáðum á hausinn
nema náttúrulega báknið mikla reyni að halda þessu liði á floti.
en við sauðsvartur almúginn bara lifum til þess að byggja upp nýjar hetjur sem fara með okkur í næstu útrás.
nei takk oj bjakk tak sæng þína og gakk
en hvað er ég að pirra mig á þessu ? jú auðvitað ég er ekki í vestmannaeyjum
lifum á því sem við höfum. jákvæðni ást og hamingju
oft er sagt þú lifir ekki á ástinni einni saman, ég segi sönnum að það sé hægt
takk fyrir og góðar stundir hlakka til að koma heim
kveðja Kristleifur
Bloggar | Breytt 5.11.2008 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 20:29
ný búð komin á laggirnar
jæja karlinn kominn heim í helgarfrí,
búið að opna nýja Office1 verslun í kringlunni, og allt að verða dásamlegt.
fer aftur í borg óttans að vinna í að opna en eina verslunina í korputorgi.
með bjartsýni og gleði að leiðarljósi erum við í sókn og mættu fyrirtæki og einstaklingar taka það til fyrirmyndar, ástandið í þjóðfélaginu er slæmt en hjarta okkar þjóðfélags erum við sjálf, auðvitað er auðvelt fyrir fólk sem heldur sinni vinnu, tekjum og eignum að segja svona en það hefur aldrei hjálpað neinum að leggjast í volæði.
og því segi ég áfram íslendingar við höfum kraft til að snúa vörn í sókn.
"brostu og lífið brosir við þér" er stundum sagt og margir hugsa í dag kjaftæði ! en eitthvað er til í þessu ég fæddist glaður og no mater what ég dey glaður
einu sinni fór ég í fýlu en reyni það ekki aftur mér var sá eina sem leið illa.
áfram íslendingar
kveðja
Kristleifur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 09:09
Dottaði eitt augnablik
Sælir séu ötulir
ég gleymdi að ég væri ég. datt alveg úr karakter,
óþægilegt hvað mikið hefur gerst síðan í ágúst og en vaknar sú spurning hjá manni, er líf eftir Þjóðhátíð ? ef miðað er við þessi skrif sem hér fara fram og mig, þá er það varla.
Vildi nú bara svona aðeins stimpla mig inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 16:37
þá er hátíð allra hátíða í garð að ganga
þá er kominn fimmtudagur í gær var slegist um landskika í Herjólfsdal í hádeginu fóru tjaldsúlurnar upp húkkaraball í kvöld og tjúttið byrjar með látum á morgun dæturnar búnar að breyta garðinum í tjaldstæði og eldri sonurinn búinn að eyða talsverðum fjármunum í bekkjabíla en ef miðað er við bensínverð í dag er það ekkert svo dýrt að vera á rúntinum
Gleðilega þjóðhátíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 09:14
Greenwich drasl
jæja þá hafa aðrir evrópubúar afsökun til að mæta of seint í vinnuna. nú er þessi klukka erlendis á breytingaskeiði.
allir símar á heimilinu hafa hrokkið fram um einn klukkutíma ég er búinn að baða mig borða pönnusteiktann fiskbúðing raka mig og klukkan er en bara 07:eitthvað.
piirrí pú
ég opna Office1 kl:09:00 en hlýt finna mér eitthvað til dundurs
nei nei
titillinn starfsmaður mánaðarins hjá Office1 er farinn út um gluggann
ég var bara á einhverju rugli í morgun og var eini starfsmaður Office1 sem var mættur rétt fyrir 10:00 sem sagt engar tímabreytingar í evrópu bara í hausnum á mér
en þá meira pírrí pú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 11:31
Goslokahátíðarlok
Þá er þessari mini þjóðhátíð lokið. og þrjár helgar til að jafna sig fyrir það allra heilagasta Þjóðhátíðina sem nálgast sem geggjuð fluga.
Eyjan okkar búin að vera stútfull af fólki sem allt var í góðum gír alla helgina. laugardagurinn var frekar vel heppnaður ég kom með frúnna heim kl: 19:15 og var þá full stofan af fólki sem gargaði Surprise notast var við ensku vegna þess hve íslenska orðið óvænt frekar ógargvænt.
Sötrað borðað og billjard á pallinum, en þar var spilaður killerpool við mikil görg og læti Jakob frændi frá sandgerði datt út samhliða börnunum og Hansi vinur hans reif dúkinn á borðinu (sennilega er ekki mikið um billjard á suðurnesjum). en spilalöggur og tapsárustu ættingjar og vinir fóru á flug og tafði það aðeins brottför allra í skvísusundið, sem var í raun ágætt því að við skötuhjúin fórum ekkert þar sem yngsta trippið veiktist skyndilega.
en engu að síður frábær helgi takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 11:38
konan 36 á morgun
já frúin verður 36 ára á morgun.
ætli maður verði bara ekki grand á þessu og bjóði henni út að borða.
hm hvort ætti það nú að verða Pizza67,topp-pizzur, Hrói höttur eða kaffikró (þ.e.a.s. ef þar er opið) ekkert útlit fyrir flug svo að maður verður bara að elda eitthvað gott handa henni og bjóða henni svo í skvísusund.
Börnin okkar
elsta trippið hún Þura Stína á tónlistarhátíð í Belgíu
næst elsta trippið hún Kristjana Sif á tónlistahátíð líka í skvísusundi
næst yngsta trippið Kristleifur á fótboltahátíð á Akureyri
og yngsta trippið Ólafur Kristján á Goslokahátíð.
og við gömlu hjónin verðum á Goslokahátíðinni með yngsta trippinu og reynum að fylgja næst elsta eitthvað fram á kvöld án árangurs.
Gleðilega Goslokahátíð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2008 | 13:53
Jóna og Símon hjón í Sandgerði
Jæja þá er þetta frágengið Jóna Valda litla frænka gengin út opinberlega. Flott brúðkaup hjá þeim Jónu og Símoni mikið gaman mikið dansað og mikið sungið eins og það á að vera.
komum heim með fyrri ferð Herjólfs þannig að betri helmingur minn keyrði til baka.
sonurinn að fara í fyrramálið á enn eitt mótið í fótbolta og goslokahátíð um helgina næstu.
Áfram ÍBV
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Myndatenglar
myndir
- Fyrirmyndarbílstjórafélagið Myndir frá haust fögnuðum
eyjar69
- Árgangsmót 69 í eyjum Árgangur 69 verður með árgangsmót í haust og hér er síðan okkar
Matur
- Mínar uppskriftir á matseld.is maður er eiginlega hvergi og alls staðar
Eyjasíður
- Fréttasíða í Vestmannaeyjum Síða sem inniheldur allt á milli himins og jarðar í Vestmannaeyjum
- Fréttir & Vaktin Fréttablöðin Fréttir og Vaktin eru hér með fréttasíðu um allt er varðar Eyjar
vinnan
- Office1 Búðin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- sigthora
- svenko
- raggagogga
- eyjapeyji
- gretaro
- klerkur
- tommisveins
- siggivido
- eyglosvava
- disin
- maggibraga
- pallmagnus
- nkosi
- ellidiv
- ellyarmanns
- gilsneggerz
- fosterinn
- grimurgisla
- gtbo
- hannesgi
- helgigunnars
- hreinsamviska
- heringi
- kitta
- mariagudjons
- nanna
- vestskafttenor
- ragnajenny
- siggagudna
- smarijokull
- snorribetel
- rocco22
- steinunnolina
- stormsker
- solvi70
- hector
- nidjamotid