bókin um Alex Ferguson

Það er nú eiginlega ekki hægt annað en að deila þessu með ykkur ...

Maður kom inn í búðina mína sem heitir Oddurinn og er ritfanga og bókabúð. Hann spurði hvort ég ætti bókina "Og svo kom Ferguson". Heilabúið fór á flug við þessa spurningu, á meðan ég svaraði manninum því að hún væri ekki til og ég skyldi panta hana í snarheitum, hugsaði ég hvernig það hefði nú  farið fram hjá mér að bók um framkvæmdarstjóra Man utd væri gefin út fyrir þessi jól. Um kvöldið stakk ég mér til sunds í bókatíðindin og pantaði sem enginn væri morgundagurinn. Orðinn var við innkaupaþreytu, rak ég augun í bókatitilinn "Og svo kom Ferguson". Ekkert þurfti að skoða það neitt nánar og pantaði bara helvítis haug af þessu ritverki, sem væntanlega allir Man utd aðdáendur óskuðu sér í jólagjöf.

Bækurnar eru komnar í Oddinn og verða væntanlega á tilboði, þar sem þessi bók er um DRÁTTAVÉLAR sem heita Massi Fergusson eða eitthvað álíka gáfulegt. Eigendur beggja dráttavélanna sem hafa verið til hér í eyjum eru löngu látnir og voru þær vélar báðar af gerðinni Tudor.

Lifið heil og lesið ykkur til um þessar vélar um jólin  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Frekar les ég nú símaskrána:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Bara fyndið....

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 26.12.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristleifur Guðmundsson
Kristleifur Guðmundsson
Svaðalega er gott og gaman að vera ég
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Barabíng barabúm

Blogg-Topplistinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband