19.12.2009 | 19:51
bókin um Alex Ferguson
Það er nú eiginlega ekki hægt annað en að deila þessu með ykkur ...
Maður kom inn í búðina mína sem heitir Oddurinn og er ritfanga og bókabúð. Hann spurði hvort ég ætti bókina "Og svo kom Ferguson". Heilabúið fór á flug við þessa spurningu, á meðan ég svaraði manninum því að hún væri ekki til og ég skyldi panta hana í snarheitum, hugsaði ég hvernig það hefði nú farið fram hjá mér að bók um framkvæmdarstjóra Man utd væri gefin út fyrir þessi jól. Um kvöldið stakk ég mér til sunds í bókatíðindin og pantaði sem enginn væri morgundagurinn. Orðinn var við innkaupaþreytu, rak ég augun í bókatitilinn "Og svo kom Ferguson". Ekkert þurfti að skoða það neitt nánar og pantaði bara helvítis haug af þessu ritverki, sem væntanlega allir Man utd aðdáendur óskuðu sér í jólagjöf.
Bækurnar eru komnar í Oddinn og verða væntanlega á tilboði, þar sem þessi bók er um DRÁTTAVÉLAR sem heita Massi Fergusson eða eitthvað álíka gáfulegt. Eigendur beggja dráttavélanna sem hafa verið til hér í eyjum eru löngu látnir og voru þær vélar báðar af gerðinni Tudor.
Lifið heil og lesið ykkur til um þessar vélar um jólin
Tenglar
Myndatenglar
myndir
- Fyrirmyndarbílstjórafélagið Myndir frá haust fögnuðum
eyjar69
- Árgangsmót 69 í eyjum Árgangur 69 verður með árgangsmót í haust og hér er síðan okkar
Matur
- Mínar uppskriftir á matseld.is maður er eiginlega hvergi og alls staðar
Eyjasíður
- Fréttasíða í Vestmannaeyjum Síða sem inniheldur allt á milli himins og jarðar í Vestmannaeyjum
- Fréttir & Vaktin Fréttablöðin Fréttir og Vaktin eru hér með fréttasíðu um allt er varðar Eyjar
vinnan
- Office1 Búðin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- sigthora
- svenko
- raggagogga
- eyjapeyji
- gretaro
- klerkur
- tommisveins
- siggivido
- eyglosvava
- disin
- maggibraga
- pallmagnus
- nkosi
- ellidiv
- ellyarmanns
- gilsneggerz
- fosterinn
- grimurgisla
- gtbo
- hannesgi
- helgigunnars
- hreinsamviska
- heringi
- kitta
- mariagudjons
- nanna
- vestskafttenor
- ragnajenny
- siggagudna
- smarijokull
- snorribetel
- rocco22
- steinunnolina
- stormsker
- solvi70
- hector
- nidjamotid
Athugasemdir
Frekar les ég nú símaskrána:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:18
Bara fyndið....
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 26.12.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.