er líf eftir þjóðhátíð

sú var tíð að maður hafði ekki mikla trú á byggð í vestmannaeyjum í ágúst mánuði þ.e. Eyjan okkar lagðist bara í dvala eftir þjóðhátíðina. en þetta er sem betur fer að breytast að einhverju leiti, það er aðeins meira líf í eyjum í dag í ágúst en hér áður fyrr þegar fólksflutningar voru einvörðungu frá Eyjum í dag sér maður túrista innlenda sem erlenda bara ánægða með lífið hér í okkar frábæru heimabyggð stöðvarnar eru hættar að mestu leiti þessum ágústlokunum en finnst mér skjóta skökku við að Vestmannaeyjabær skuli en halda í þessar Rússnesku hefðir að loka leikskólum á þessum tíma og reyna að skylda alla eyjamenn í frí á þessu guðsvolaða tímabili frá miðjum júlí fram að miðjum ágúst.

vitanlega er það nauðsynlegt fyrir börnin okkar að fá sitt sumarfrí eins og aðrir. En maður hlýtur að spyrja sig geta allir tekið sér frí á þessu tímabili, nei ekki aldeilis það er fullt af fólki sem þarf að taka sitt sumarfrí á öðrum tímabilum og fjölskylda sem er í sumarfríi í maí eða júní og tekur sér mánuð í að fara hringinn eða verslar sér utanlandsferð. og kemur svo heim og ætlar að vinna upp í kortareikningana, þarf að koma börnum á leikskólaaldri fyrir hjá dagmömmum eða ráða sér barnapíur af því að Marteinn Mosdal þarf að loka leikskólanum í okkar ríkis-sumarfríi með sparnaðarsjónarmið fyrir augum reikna ég með. ég ræddi þetta við mann sem ég hitti á förnum vegi sem þótti þetta hið besta mál því einhvern tíma þyrfti nú að laga, græja og gera á leikskólanum. allt í lagi græja og gera við erum að tala um glænýjan leikskóla en jú jú auðvitað er viðhaldsþörf á öllum eignum bæjarins en ég hef nú ekki vitað betur en þessum barnaheimilum hafi nú bara verið haldi við og græjað og gert á opnunartíma börnunum til mikillar ánægju. enda held ég að það sé bara hollt fyrir börnin að sjá menn að verki.

kannski er þetta bara röfl í mér þetta jú hefur alltaf verið svona, en það má alveg breytast.  

með þessum skrifum mínum er ég ekki að lasta einn né neinn og er svo sem ekkert mikið fyrir að vera að finna að verkum fólks, en ég vill gjarnan sjá en meira líf á Eyjunni grænu fögru eftir þjóðhátíð.

ÁFRAM VESTMANNAEYJAR   

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristleifur Guðmundsson
Kristleifur Guðmundsson
Svaðalega er gott og gaman að vera ég
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Barabíng barabúm

Blogg-Topplistinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband