á dauða mínum átti ég von

dauðinn hefur svolítið verið ofarlega í huga mér upp á síðkastið. ekki það að honum verður bara tekið þegar þar að kemur, enda verður maður frábær maður þegar dauðinn bankar á dyr. allt sem rangt var gert hverfur og allt sem jákvætt var verður haldið á lofti.

en með þessum skrifum mínum er ég ekki að gera lítið úr dauðanum þó svo að ég hræðist hann ekkert sérstaklega.

en dauðinn er jú áfangastaður, og líkt með öllu öðru í lífinu er það ferðalagið sem stendur upp úr en ekki áfangastaðurinn.

ef maður hugsar út í það hvað maður myndi gera ef læknir kæmi til manns með upplýsingar um að maður ætti þrjá mánuð eftir af lífinu, jú ég færi að huga betur að andlegum málum, hugsa vel um börnin mín og gera hluti sem mig hefur alltaf langað til að gera en geymt.

og nú hlýtur maður að spyrja sig ....þarf ég að standa á grafarbakkanum til þess að verða sá maður sem ég vill vera?   nei takk hér eftir ætla ég að lifa hvern dag eins og hann sé minn síðasti og ekki geyma neitt. leiðbeina börnum mínum jafn óðum, kveðja fólk alltaf eins og það sé í síðasta sinn og segja hvernig mér líður hvað mér finnst af hreinskilni.

því aðeins þannig get ég lifað og dáið með sjálfum mér

lifið heil en ekki afneita dauðanum heldur faðmið hann og horfist í augu við hann því hann kemur á endanum.

takk fyrir

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Mikið er ég sammála þér Kristleifur, ég hef hugsað um þetta líka annað slægið og ætlað að breyta til og taka hvern dag sem þann síðasta en af einhverjum ástæðum dettur maður í sama farið aftur og aftur

Sölvi Breiðfjörð , 21.7.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristleifur Guðmundsson
Kristleifur Guðmundsson
Svaðalega er gott og gaman að vera ég
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Barabíng barabúm

Blogg-Topplistinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband