tími breytinga

jæja þá er kominn tími til  að breyta til, líf mitt er frekar einkennilegt og hefur jafnan alltaf verið einn daginn er allt í góðu og á sama tíma ekki.

ég hef tekið ákvörðun um það að gera líf mitt eins yndislegt og það getur verið, hvað svo sem það kostar, á meðan ég blæs á það þegar ráðamenn okkar þjóðar segja að nú sé tími kærleiks og fjölskyldukærleiks, þegar allt er komið til helvítis og það sé nú beint ekki neinum að kenna og á sama tíma og útrásar stórmennum sem fengu veð í íslandi og töpuðu veðinu á nauðungaruppboði, segja að íslendingar séu búnir að eyða efnum fram.

já nei takk

þið menn sem eruð að grenja yfir því að hafa tafa tapað einhverjum grilljörðum og eigið bara eftir nokkra milljarða, þið töpuðuð okkar peningum, okkar sjálfstæði og okkar virðingu.

en þið megið eiga þá peninga sem þið töpuðuð í nafni íslands. ég hér með gef ég ykkur þá, en hafið rænu á því að þegja í stað þess að berja ykkur á bringu í einhverjum misvönduðum sjónvarpsþáttum.

af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða.

enginn maður, engin kona og ekkert afl skal verða til þess að mér fallist hendur.

ég stend uppréttur alltaf.

byggjum upp nýtt ísland, við komum sennilega ekki til með að þurfa að skipta um jöfra, þar sem þeir fara nú sennilega að sjálfsdáðum á hausinn

nema náttúrulega báknið mikla reyni að halda þessu liði á floti.

en við sauðsvartur almúginn bara lifum til þess að byggja upp nýjar hetjur sem fara með okkur í næstu útrás.

nei takk oj bjakk tak sæng þína og gakk

en hvað er ég að pirra mig á þessu ? jú auðvitað ég er ekki í vestmannaeyjum

lifum á því sem við höfum. jákvæðni ást og hamingju

oft er sagt þú lifir ekki á ástinni einni saman, ég segi sönnum að það sé hægt

takk fyrir og  góðar stundir hlakka til að koma heim

kveðja Kristleifur 

 

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristleifur Guðmundsson
Kristleifur Guðmundsson
Svaðalega er gott og gaman að vera ég
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Barabíng barabúm

Blogg-Topplistinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband